Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Markaðseftirlit

Nýj­ar orku­merk­ing­ar

Nýj­ar orku­merk­ing­ar

Orkumerkimiði ESB hefur leiðbeint neytendum við val á orkunýtnum vörum í meira en 25 ár. Hann hefur stuðlað að þróun í átt til orkunýtnari vara og dregið þannig verulega úr orkunotkun og kostnaði við þær. Núverandi orkunýtniflokkar, A+++ til G, hafa sífellt minni áhrif. Orkunýtniflokkar með mismunandi fjölda „+“ gefa ekki nægilegar skýrar upplýsingar og nú þegar eru flestar vörur í 2-3 efstu flokkunum. Þetta gerir neytendum erfitt fyrir við að velja orkunýtnustu vörurnar.

Evrópusambandið hefur því endurskoðað og betrumbætt merkimiðann til samræmis við þarfir notenda og hér má nálgast allar upplýsingar um nýja orkumiðann.

Allt efni er fengið af síðu LABEL2020 og með þeirra leyfi.