Um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun starfar öflugur hópur starfsfólks með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Stofnunin hefur aðsetur á þremur stöðum, Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki.

Umhverfismál

Vistvænar áherslur HMS endurspeglast einkum í umhverfis- og loftslagsstefnu stofnunarinnar, framtíðarsýn hennar og þeim Heimsmarkmiðum sem tengd hafa verið við starfsemi hennar.

Sjá nánar um umhverfismál

Umhverfismál

Vistvænar áherslur HMS endurspeglast einkum í umhverfis- og loftslagsstefnu stofnunarinnar, framtíðarsýn hennar og þeim Heimsmarkmiðum sem tengd hafa verið við starfsemi hennar.

Sjá nánar um umhverfismál

Hlut­verk Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar

  • Vernda líf og heilsu, eignir og umhverfi með því að tryggja virkt eftirlit með gæðum og öryggi í mannvirkjagerð, brunavörnum, minnkun vistspors og réttleika skráningar fasteigna.
  • Tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu.
  • Stuðla að stöðugleika og virkni á húsnæðismarkaði með greiningum á íbúðaþörf, birtingu rauntímaupplýsinga og áreiðanlegu fasteignamati.

Fram­tíð­ar­sýn HMS til árs­ins 2026 er að:

  • Vera leiðandi í opinberri þjónustu, stafrænum lausnum, miðlun upplýsinga, samstarfi og nýsköpun á öllum málefnasviðum.
  • Auka sjálfbæra þróun með því að efla rannsóknir, tryggja rekjanleika í mannvirkjagerð, virkja hringrásarhagkerfið og fjölga grænum hvötum.

Ársskýrsla HMS 2022

Þann 1. júlí 2022 var hlutverk stofnunarinnar aukið með gildistöku laga um flutning fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS. Rekstur fasteignaskrár fluttist til HMS og var markmiðið með breytingunni meðal annars að auka yfirsýn yfir húsnæðismál til að gera stjórnvöldum kleift að grípa til markvissari aðgerða til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði.

Opna ársskýrslu 2022

Ársskýrsla HMS 2022

Þann 1. júlí 2022 var hlutverk stofnunarinnar aukið með gildistöku laga um flutning fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS. Rekstur fasteignaskrár fluttist til HMS og var markmiðið með breytingunni meðal annars að auka yfirsýn yfir húsnæðismál til að gera stjórnvöldum kleift að grípa til markvissari aðgerða til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði.

Opna ársskýrslu 2022