Brunavarnir

Brunavarnir

Brunavarnir

Brunavarnir

Starf­semi slökkvi­liða

Starf­semi slökkvi­liða

HMS vinnur að samræmingu brunavarna í landinu. Með úttektum slökkviliða og leiðbeiningum um brunavarnir aðstoðar stofnunin sveitarstjórnir við eldvarnaeftirlit og slökkviliðsstarf.

Út­kalls­skýrslu­grunn­ur

Útkallsskýrslugrunnur HMS safnar saman upplýsingum um útköll slökkviliðanna í miðlægan gagnagrunn. Með því er hægt að vinna tölfræðilegar upplýsingar sem slökkviliðin geta nýtt sér til að skipuleggja störf sín og bæta þjónustu við almenning.

Útkallsskýrslugrunnur

Út­tekt á starf­semi slökkvi­liða

HMS vinnur að samræmingu eldvarnareftirlits og slökkvistarfs um land allt. Stofnunin framkvæmir úttektir og veitir leiðbeiningar til sveitarfélaga um eldvarnir og starfsemi slökkviliða.

Markmið úttekta er að meta hvort starf slökkviliða sé í samræmi við gildandi reglur og brunavarnaáætlanir sveitarfélaga. Ef þörf er á úrbótum, veitir HMS leiðbeiningar um hvað má bæta.

Til að tryggja samræmi er stuðst við staðlaða skoðunarlista sem byggja á kröfum um starfsemi slökkviliða.