3. júlí 2025

Bjarg byggir fimm nýjar íbúðir á Flúðum 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Bjarg íbúðafélag hefur hafið framkvæmdir við nýtt íbúðaverkefni að Loðmundartanga 19–27 á Flúðum. Um er að ræða raðhús með fimm nýjum leiguíbúðum sem ætlaðar eru tekju- og eignaminni fjölskyldum, samkvæmt viðmiðum fyrir almennar íbúðir.

Verkefnið fékk samþykkt stofnframlag í fyrstu úthlutun ársins 2024 og er það hluti af áframhaldandi uppbyggingu Bjargs víða um land. Með verkefninu bætist Flúðir í hóp þeirra staða þar sem félagið býður upp á öruggar og hagkvæmar  íbúðir til leigu til langs tíma.

Íbúðirnar verða með þremur svefnherbergjum og hannaðar með aðgengi og sjálfbærni að leiðarljósi. Stefnt er að því að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á vormánuðum 2026. Byggingaraðili er SS Byggir ehf. og arkitektar eru Trípólí arkitekt

Ánægja ríkir innan sveitarfélagsins með uppbygginguna. „Það hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið að jafn öflugt félag og Bjarg íbúðafélag skuli hasla sér völl hér á svæðinu og að það hafi þegar hafið byggingu fimm íbúða raðhúss," segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps.

„Á Flúðum er mikill skortur á leiguhúsnæði. Hér eru margir öflugir vinnustaðir og fjölmargir sem án vafa munu taka því fegins hendi að geta sótt um öruggt húsnæði á hagstæðum kjörum eins og Bjarg getur boðið. Húsnæði fyrir alla er mannréttindi og því er það afar ánægjulegt að svona öflugt félag eins og Bjarg íbúðafélag hafi hafið uppbyggingu hér hjá okkur," bætir hún við.

Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun í eigu ASÍ og BSRB sem hefur það markmið að tryggja öruggt leiguhúsnæði fyrir tekjulágt fólk á almennum markaði.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS